Nú standa yfir breytingar í fjósi, en verið er að koma fyrir DeLaval mjaltaþjóni sem keyptur var í haust. Það hefur verið talsverð vinna að setja búnaðinn upp og margir iðnaðarmenn komið þar að. Vonast er til að hægt verði að prufukeyra búnaðinn um miðjan nóvember.