Markmiðið er að kanna hvort hagkvæmt þyki að rækta repju og nýta fræin til pressunar og fá þar olíu sem má nýta sem matarolíu eða sem eldsneyti, bíodisel. Samstarfsaðilar eru auk Eyrarbúsins ehf.; Siglingastofnun, Landbúnaðarháskólinn, Lífdísill ehf., Matís ohf., Háskólafélag Suðurlands ehf., Sólfugl ehf. og Grímur Kokkur ehf.