Isl Ens Nor
02.11 2010

Tilraunaverkefni í ræktun á repju til matvæla- og olíuframleiðslu

Markmiðið er að kanna hvort hagkvæmt þyki að rækta repju og nýta fræin til pressunar og fá þar olíu sem má nýta sem matarolíu eða sem eldsneyti, bíodisel. Samstarfsaðilar eru auk Eyrarbúsins ehf.; Siglingastofnun, Landbúnaðarháskólinn, Lífdísill ehf., Matís ohf., Háskólafélag Suðurlands ehf., Sólfugl ehf. og Grímur Kokkur ehf.
 
Verkefnið hófst 2008 en þá var sáð í 2 ha. og var uppskorið haustið 2009, en plantan er tvíær og þarf að sá um mitt sumar árið áður en hún er uppskorin. Uppskeran 2009 var um 5 tonn af þurrkuðu hreinsuðu repjufræi og er nú hafin pressun á fræunum í sérstakri vél sem keypt var í sumar frá Þýskalandi. Aðstöðu hefur verið komið upp í verkstæði Búnaðarfélagsins, Faxa, sem staðsett er hér sunnan þjóðvegar á Þorvaldseyri. Eyrarbúið hefur tekið húsnæðið á leigu til að vinna uppskeruna. Við pressun næst 1/3 olía og 2/3 verða að mjöli sem notað er sem próteinfóður fyrir skepnur. Olían verður annars vegar reynd sem matarolía (rapsolía) og síðan verður hluti af olíunni unninn áfram í biodisel. Á Siglingastofnun hefur verið smíðaður búnaður til að framleiða biodisel og þar munu fara fram prófanir á olíunni.
 
Sjá myndir í Repjualbúminu okkar