Á þessu viðburðaríka ári er við hæfi að senda fréttaannál um áramót. Margt óvenjulegt hefur á daga okkar drifið sl. mánuði. Þar ber eldgosið í Eyjafjallajökli hæst. Það er okkur mikil lífsreynsla að lifa slíkar náttúruhamfarir og fá innsýn í heim forfeðranna, sem segir frá í gömlum annálum. Við hefðum ef til vill ekki trúað sumu nema að lifa það sjálf. Landið er enn í mótun, við búum á eldfjallaeyju og því þarf fátt að koma okkur á óvart.