Isl Ens Nor
24.12 2010

Jólakveðja

Á þessu viðburðaríka ári er við hæfi að senda fréttaannál um áramót. Margt óvenjulegt hefur á daga okkar drifið sl. mánuði. Þar ber eldgosið í Eyjafjallajökli hæst. Það er okkur mikil lífsreynsla að lifa slíkar náttúruhamfarir og fá innsýn í heim forfeðranna, sem segir frá í gömlum annálum. Við hefðum ef til vill ekki trúað sumu nema að lifa það sjálf. Landið er enn í mótun, við búum á eldfjallaeyju og því þarf fátt að koma okkur á óvart.

Lesa meira >>
02.11 2010

DeLaval mjaltaþjónn

Nú standa yfir breytingar í fjósi, en verið er að koma fyrir DeLaval mjaltaþjóni sem keyptur var í haust. Það hefur verið talsverð vinna að setja búnaðinn upp og margir iðnaðarmenn komið þar að. Vonast er til að hægt verði að prufukeyra búnaðinn um miðjan nóvember.
Lesa meira >>
02.11 2010

Tilraunaverkefni í ræktun á repju til matvæla- og olíuframleiðslu

Markmiðið er að kanna hvort hagkvæmt þyki að rækta repju og nýta fræin til pressunar og fá þar olíu sem má nýta sem matarolíu eða sem eldsneyti, bíodisel. Samstarfsaðilar eru auk Eyrarbúsins ehf.; Siglingastofnun, Landbúnaðarháskólinn, Lífdísill ehf., Matís ohf., Háskólafélag Suðurlands ehf., Sólfugl ehf. og Grímur Kokkur ehf.
Lesa meira >>