Isl Ens Nor

Uppskriftir með íslensku byggi og heilhveiti frá Þorvaldseyri

 

Heilhveiti og byggmjöl frá Þorvaldseyri fæst á eftirtöldum stöðum:

-        - Gestastofan á Þorvaldseyri

-        - Sveitamarkaðurinn á Hvolsvelli
 

 

Á litlu uppskriftamiðunum sem ég hef haft hjá mér á Gestastofunni í haust 2011 hefur eitthvað skolast til í tölvunni minni, þannig að kúmenið datt út úr uppskriftinni og saltmagið varð of mikið. Þetta voru tæknileg mistök og biðst ég afsökunar á því. Kv. GV

Þannig hljóðar uppskriftin óbrengluð.

Litla gula hænan fann ,,íslenskt" fræ .......... það var hveitifræ.

Gott, hollt, einfalt. Í þessari uppskrift er óhætt að hafa eingöngu byggmjöl, en í flestum brauðuppskriftum þarf að blanda byggið með léttara mjöli.

Hafra- og byggbrauð

4 dl byggmjöl
*1 dl graskersfræ
1 dl hörfræ
*l dl sólblómafræ
1 dl tröllahafrar eða haframjöl
1 msk vínsteinslyftiduft
1 1/2 tsk kúmen
1/2 tsk salt
2-3 msk hunang
2 1/2 dl vatn
1 msk sítrónusafi
     * Skipta má öðru hvoru út fyrir soðin ísl hveitifræ.

Hitið ofninn í 180°C. Blandið þurrefnunum saman í skál ásamt hunangi, hellið vatni og sítrónusafa út í og hrærið þessu rólega saman. Setjið í smurt brauðform. Bakað við 180° í um 35-40 mínútur.

 

 

Frænkubrauð

2 bollar hveiti

1 bolli heilhveiti eða byggmjöl frá Þorvaldseyri

1 ½ bolli haframjöl

4-5 tsk lyftiduft

1 tsk salt

2 msk sykur

Rúsínur (má sleppa)

1 bolli mjólk

1-2 bollar súrmjólk

Öllu blandað saman í skál og hrært. Bakað við 180 °C á plötu klæddri bökunarpappír.

 

 

Bóndabrauð  -bakað í brauðvél (alls 400 gr.)

300 g Kornax brauðhveiti

50 g byggmjöl frá Þorvaldseyri

1 msk sykur

1 tsk salt

1 msk mjólkurduft

30 g fræblanda

240 ml vatn

1 msk matarolía

1 ½ til 2 tsk þurrger

(Gott er að setja þurrkuð hvannablöð og -fræ, fjallagrös, söl o.fl. í brauðið)

 

 

Sveitabollur, 24-30 stk

30 g smjör, brætt

50 g þurrger

5 dl volg mjólk

100 g kotasæla

1 tsk salt

 ½ msk sykur

3 msk sesam- eða hörfræ

450 g hveiti

200 g heilhveiti frá Þorvaldseyri

egg til að pensla með

Sesam- eða hörfræ til skrauts

 

Leysið gerið upp í volgri mjólkinni. Bætið út í smjöri, salti og sykri. Blandið sesamfræjum, kotasælu og hluta af hveitinu saman við og hrærið vel.

Stráið hveiti yfir deigið og látið það hefast undir klút á hlýjum stað í 30-40 mín. Sláið deigið niður og hnoðið meira hveiti upp í það en athugið að ekki er víst að þörf sé á því öllu. Deigið á að vera það blautt að það rétt losni frá borðinu.

Mótið bollur, setið á pappírsklædda bökunarplötu og látið hefast undir klút í 15 til 20 mín. Penslið bollurnar með sundurslegnu eggi og stráið sesamfræjum yfir. Bakið í 12 mín við 225 °C.

 

 

Eyrarbrauð

Dagur 1 (grunndeig):

1 dl volgt vatn

1 dl súrmjólk

200 g byggmjöl frá Þorvaldseyri

4-5 g þurrger (u.þ.b. 1 tsk)

Sett í skál með loki eða yfirbreiðslu og látið bíða yfir nótt við stofuhita:

 

Sett í bleyti:

80 g heil bygggrjón, skoluð og sett í bleyti í skál í 2 ½ dl kalt vatn. Geymd í ísskápnum yfir nótt.

 

Dagur 2

1 lítil matsk. hunang

400 g Kornax brauðhveiti

100 g heilhveiti frá Þorvaldseyri

1-2 tsk salt

ca. 2 dl volgt vatn

 

Sjóðið bygggrjónin á lágum straumi í vatninu,  sem í skálinni er í rúmlega hálftíma. Kælið í um það bil hálftíma. Setjið grjónin (með vökva), mjöl og salt út í grunndeigið. Hellið vatninu smátt og smátt útí og hnoðið vel (má t.d. hnoða í 10 mín í vél á lágum hraða). Deigið má ekki verða of þurrt og á eiginlega að vera það klístrað að það rétt losni frá borðinu. Hyljið skálina með plastfilmu eða öðru og látið deigið hefast 2-3 tíma á hlýjum stað. Mótið deigið í brauð. Hyljið brauðið á meðan það tvöfaldar hæð sína, 30 mínútur, á hlýjum stað.

Penslið brauðið með vatni (má gjarnan rispa það fyrst). Bakið við 200°C í 45-50 mín. Kælið á bökunarrist. (Í þetta má setja kúmen, hvönn o.fl, en maltkeimurinn af bygginu nægir).

 

 

Ömmuleppar

1 bolli púðursykur (tæplega)

1 ½ bolli heilhveiti eða byggmjöl frá Þorvaldseyri

1 ½ bolli hveiti

2 1/4 tsk natron

2 egg

2 1/2 - 3 bollar súrmjólk

Allt hrært saman og bakað við lágan hita á pönnu. (Ef hrært er of lengi verður deigið seigt - Á einnig við um vöfflurnar)!!

 

 

Heilhveitivöfflur

150 gr smjör (brætt, sett síðast í)                  

1 ½ msk sykur                                                          

3 egg                                                                                     

vanilludropar                                                

2 bollar hveiti                                                

1 bolli heilhveiti frá Þorvaldseyri                 

3 tsk lyftiduft                                               

½ tsk natron                                                  

½ l súrmjólk (eða mjólk)                               

½ tsk salt

 

                                                                                                                                                            

Heilhveitismákökur

200 g smjör

1 ½ dl strásykur                    

2 dl hrásykur eða púðursykur

2 tsk vanillusykur

2 egg

2 dl heilhveiti frá Þorvaldseyri

3 dl hveiti

2 dl haframjöl

2 tsk vínsteinslyftiduft                                                                                                        

200 gr suðusúkkulaði, smátt saxað

Smjör, sykur og egg hrært vel saman. Þurrefni ásamt súkkulaði bætt út í.

Sett með skeið á plötu/bökunarpappír Bakað við 180° hita í 10-15 mín.

 

 

 

Ath. Það er í góðu lagi að nota íslenska heilhveitið og byggið eftir smekk í rúgbrauðið í stað innflutta heilhveitisins. Einnig að nota það sem rasp á fisk og kjöt. Bygg er gott útákast á súrmjólk og hafragraut, það inniheldur m.a. beta-glúkana og trefjar, sem efla heilsuna. Soðin bygg- og hveitigrjón er upplagt að nota með mat líkt og rísotto. Þá eru þau soðin í u.þ.b. 45 mín, 3 dl grjón, ¾ l vatn, 1 ½ tsk salt.